
„Við erum eiginlega bæði svekktir og ágætlega sáttir. Við erum að gefa mjög mjög góðu liði góðan leik þó að við höfðum tapað 3-0."
Sagði Tómas Örn Arnarson leikmaður Magna eftir tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Sagði Tómas Örn Arnarson leikmaður Magna eftir tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Magni
Tómas er uppalinn Þórsari. Hvernig fannst honum að mæta þeim hér í kvöld?
„Það er bara fínt ég gaf þeim þriðja markið það var Þórshjartað sem tók yfir" Sagði hann léttur.
„Ég reyndi að blokka allar tilfinningar og einbeita mér að mínu liði"
Hvernig er tilfinningin fyrir komandi tímabil?
„Hún er fín, útlendingarnir okkar eru að týnast inn núna og við erum að fá nýja leikmenn. Það voru smá meiðslavandamál í dag en það koma bara nýjir menn í staðinn."
Athugasemdir