Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 15. maí 2024 17:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KA og Vestra: Breytt um markmenn og Viðar áfram á bekknum
Viðar Örn á bekknum.
Viðar Örn á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marvin Darri hefur varið mark Vestra í bikarnum.
Marvin Darri hefur varið mark Vestra í bikarnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klukkan 18:00 hefst eini leikur dagsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Bestu deildar liðin KA og Vestri mætast á Greifavellinum.

KA sló út ÍR í 32-liða úrslitunum og Vetri lagði Hauka að velli.

Búið er að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér að neðan.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Val í deildinni á laugardag. Kristijan Jajalo kemur í markið fyrir Steinþór Má Aaðunsson og Andri Fannar kemur inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Stubbur og Ásgeir eru báðir á bekknum. Harley Willard er ekki í hópnum í dag og á bekknum í hans stað er Hákon Atli Aðalsteinsson.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir fimm breytingar frá tapinu gegn ÍA í deildinni á laugardag. Marvin Darri kemur í markið fyrri William Eskelinen. Þeir Elvar Baldvinsson, Vladimir Tufegdzic, Nacho Gil og Sergine Fall taka sér einnig sæti á bekknum. Inn koma þeir Johannes Selvén, Gunnar Jónas, Pétur Bjarna og Friðrik Þórir. Tarik Ibrahimagic er fjarri góðu gamni.

Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið Vestri:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Gunnar Jónas Hauksson
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King
14. Johannes Selvén
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
26. Friðrik Þórir Hjaltason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner