Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 15. maí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sumarglugginn lokar 30. ágúst og vetrarglugginn 3. febrúar
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest dagsetningar fyrir félagaskiptaglugga keppnistímabilsins 2024-25.

Sumarglugginn opnar eftir mánuð, föstudaginn 14. júní, og helst opinn allt þar til klukkan 11 að föstudagskvöldi 30. ágúst.

Mikil spenna ríkir fyrir félagaskiptaglugga sumarsins þar sem nokkrar stórstjörnur eru líklegar til að skipta um félag.

Félagaskiptagluggi vetrarins opnar á nýársdag, miðvikudaginn 1. janúar 2025, og helst opinn allt fram til mánudagskvöldsins 3. febrúar.

Úrvalsdeildin tók þessa ákvörðun í samráði við helstu deildir Evrópu, þar sem félagaskiptagluggarnir loka á sama tíma í neðri deildum enska boltans, Serie A, Bundesliga, LaLiga og Ligue 1.
Athugasemdir
banner
banner
banner