Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 15. maí 2024 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Gísli Eyjólfs lagði upp - Andri og félagar rúlluðu yfir AIK
Mynd: Halmstad
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Skandinavíu þar sem Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad og lagði upp mark í góðum sigri.

Gísli lagði upp þriðja mark leiksins í 3-0 sigri gegn Häcken í efstu deild sænska boltans, þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði seinni hálfleikinn í tapliði Hacken.

Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum undir lokin og fékk að spila síðustu mínúturnar í sigri Halmstad, sem er með 15 stig eftir 9 umferðir - einu stigi minna heldur en Hacken.

Andri Fannar Baldursson lék þá allan leikinn í stórsigri Elfsborg á heimavelli gegn AIK á meðan Eggert Aron Guðmundsson fékk að spila síðustu mínúturnar. Leiknum lauk með 6-1 sigri Elfsborg sem er um miðja deild, með 13 stig eftir 9 umferðir.

Í danska boltanum voru Kolbeinn Birgir Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen allir í byrjunarliði Lyngby sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Vejle í jöfnum leik.

Lyngby er í fínni stöðu í fallbaráttunni, sex stigum fyrir ofan OB í fallsæti sem á þó leik til góða þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Að lokum gæti Panathinaikos misst af Evrópusæti eftir 4-1 tap gegn PAOK í toppbaráttu gríska boltans. Hörður Björgvin Magnússon er fjarverandi vegna meiðsla en Panathinaikos þarf sigur á heimavelli gegn Olympiakos í lokaumferð deildartímabilsins til að komast í Sambandsdeildina næsta haust.

Halmstad 3 - 0 Hacken

Elfsborg 6 - 1 AIK

Vejle 1 - 0 Lyngby

PAOK 4 - 1 Panathinaikos

Athugasemdir
banner
banner