Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 15. maí 2024 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Höjlund settur á bekkinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það fara tveir spennandi slagir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Chelsea, Newcastle og Manchester United berjast um síðustu Evrópusætin.

Chelsea heimsækir Brighton í áhugaverðum slag, þar sem Mauricio Pochettino þjálfari gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði Chelsea sem lagði Nottingham Forest að velli um helgina. Malo Gusto kemur inn í varnarlínuna fyrir Thiago Silva sem sest á bekkinn. Gusto mun spila í hægri bakverði og færir Trevoh Chalobah sig í miðvarðarstöðuna.

Moises Caicedo og Marc Cucurella eru í byrjunarliðinu gegn sínum gömlu liðsfélögum.

Roberto De Zerbi gerir tvær breytingar á liði Brighton sem gerði jafntefli við Newcastle í síðustu umferð, þar sem Tariq Lamptey kemur í hægri bakvarðarstöðuna og Joao Pedro mætir í fremstu víglínu. Joel Veltman er meiddur á meðan Danny Welbeck sest á bekkinn.

Á Old Trafford eigast Man Utd og Newcastle við og gerir Erik ten Hag eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Arsenal um helgina, þar sem fyrirliðinn Bruno Fernandes kemur inn fyrir danska framherjann Rasmus Höjlund.

Það eru fleiri tíðindi úr herbúðum Rauðu djöflanna þar sem Lisandro Martinez og Marcus Rashford eru mættir aftur á varamannabekkinn eftir meiðsli.

Eddie Howe gerir einnig eina breytingu á sínu byrjunarliði eftir jafntefli gegn Brighton um helgina, þar sem Kieran Trippier er kominn úr meiðslum og byrjar í hægri bakverði.

Brighton: Verbruggen, Lamptey, Webster, Dunk, Igor, Gross, Gilmour, Buonanotte, Enciso, Adingra, Joao Pedro.
Varamenn: Lallana, Moder, Welbeck, Barco, Baleba, Steele, Fati, Offiah, Atom

Chelsea: Petrovic, Gusto, Chalobah, Badiashile, Cucurella, Gallagher, Caicedo, Palmer, Madueke, Jackson, Mudryk.
Varamenn: Bettinelli, James, Chilwell, Silva, Colwill, Casadei, Ugochukwu, Sterling, Nkunku.

Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Casemiro, Evans, Dalot, Mainoo, Amrabat, McTominay, Diallo, Garnacho, Bruno Fernandes
Varamenn: Bayindir, Kambwala, Martinez, Collyer, Eriksen, Antony, Forson, Hojlund, Rashford.

Newcastle: Dubravka, Trippier, Krafth, Burn, Hall, Longstaff, Guimaraes, Anderson, J Murphy, Isak, Gordon.
Varamenn: Schar, Dummett, Joelinton, Ritchie, Barnes, Pope, Almiron, White, A Murphy.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner