Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 30. júní 2022 22:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander Már: Alltaf gott að byrja á marki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Alexander Már Þorláksson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-0 sigri Þórs á Þrótti Vogum í kvöld. Fótbolti.net spjallaði við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

„Þetta er frábært, við þurftum að fara vinna leiki og það er gott að gera það hérna. Mér fannst við mjög góðir, pressuðum þá hátt, gáfum þeim engan tíma - sérstaklega í fyrri hálfleik og gáfum ekkert eftir í síðari hálfleik."

Alexander gekk til liðs við Þór á dögunum og er enn að koma sér fyrir. Þorlákur Árnason þjálfari Þórs er faðir Alexanders.

„Þetta er búið að vera fínt það sem af er. Ég flutti bara fyrir tveimur dögum og maður er enn að koma sér fyrir. Ég náði æfingu í gær, ég fæ aðeins meiri tíma fyrir næsta leik til að kynnast strákunum og svæðinu, maður ratar ekkert hérna,"

„Alltaf gott að byrja á marki og við spiluðum vel þannig þetta var frábært," sagði Alexander að lokum.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner