Alexander Már Þorláksson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-0 sigri Þórs á Þrótti Vogum í kvöld. Fótbolti.net spjallaði við hann eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 5 - 0 Þróttur V.
„Þetta er frábært, við þurftum að fara vinna leiki og það er gott að gera það hérna. Mér fannst við mjög góðir, pressuðum þá hátt, gáfum þeim engan tíma - sérstaklega í fyrri hálfleik og gáfum ekkert eftir í síðari hálfleik."
Alexander gekk til liðs við Þór á dögunum og er enn að koma sér fyrir. Þorlákur Árnason þjálfari Þórs er faðir Alexanders.
„Þetta er búið að vera fínt það sem af er. Ég flutti bara fyrir tveimur dögum og maður er enn að koma sér fyrir. Ég náði æfingu í gær, ég fæ aðeins meiri tíma fyrir næsta leik til að kynnast strákunum og svæðinu, maður ratar ekkert hérna,"
„Alltaf gott að byrja á marki og við spiluðum vel þannig þetta var frábært," sagði Alexander að lokum.
Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
0. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Alexander Már Þorláksson
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson
Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew