Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 31. janúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Er klár í að byrja í mars ef kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum fína stjórn á þessum leik þangað til á síðasta kortérinu. Þá gáfum við þeim aðeins of mikið," sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á Fjölni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Við förum í öll mót til að vinna þau. Undirbúningstímabilið í fyrra var hrikalegt, við tókum það með okkur út í tímabilið - það er fínt að það sé að ganga betur núna. Vonandi vinnum við eins marga leiki og hægt er og komumst á gott skrið fyrir Íslandsmótið," sagði Birkir.

Fjölnir sótti mikið undir lok leiks í leit að jöfnunarmarki. Fjölnisliðið virkaði kraftmeira undir lok leiks. Er það eitthvað sem Birkir hefur áhyggjur af?

„Nei alls ekki. Við höfum verið að æfa mjög vel og það getur verið að það séu smá þyngsli í löppunum - við erum með aðeins eldra lið heldur en Fjölnir, þeir eru yfirleitt mjög sprækir á þessum tíma."

„Ég held síðan að ég kom heim aftur hafi ég aldrei unnið Fjölni á undirbúningstímabilinu þannig að það er jákvætt að við vinnum þá í þetta skiptið allavega."


Birkir spilaði fyrstu 75 mínúturnar í gær og var eftir leik með kælingu á hægri ökkla. Hver er staðan á honum?

„Það kom ekkert fyrir. Þetta eru bara varúðarráðstafanir, kæla þetta eftir leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila svona mikið síðan í haust."

Birkir var næst spurður út í landsliðið en hann var með í verkefni liðsins í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hvað tekur hann út úr því verkefni?

„Það er frábært að vera með landsliðinu áfram. Ég fékk að spila tvo hálfleika. Ég held að ég hafi náð að sýna smá þannig að landsliðsþjálfararnir hafi mig í huga þegar þeir velja næsta hóp."

Er Birkir klár að byrja ef kallið kemur í lok mars? „Já að sjálfsögðu. Ég er búinn að æfa mjög vel og það eru fullt af leikjum áður en landsliðið kemur aftur saman. Það eru engar kröfur og ekki miklar líkur á að ég byrji en ég er klár ef kallið kemur."

Að lokum var Birkir spurður út í gervigrasið í Egilshöll en deilt hefur verið um hversu gott það sé að spila á því.

„Þetta er ekkert æðislegt en það er fínt að geta farið inn og spilað þegar það er ískalt úti og ógeðslegt veður. Það var fínt veður í kvöld og það hefði alveg verið hægt að spila leikinn á Hlíðarenda. Þetta er ágætis gras, það er ábyggilega kominn tími á það en það dugar ennþá," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner