Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 31. janúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Er klár í að byrja í mars ef kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum fína stjórn á þessum leik þangað til á síðasta kortérinu. Þá gáfum við þeim aðeins of mikið," sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á Fjölni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Við förum í öll mót til að vinna þau. Undirbúningstímabilið í fyrra var hrikalegt, við tókum það með okkur út í tímabilið - það er fínt að það sé að ganga betur núna. Vonandi vinnum við eins marga leiki og hægt er og komumst á gott skrið fyrir Íslandsmótið," sagði Birkir.

Fjölnir sótti mikið undir lok leiks í leit að jöfnunarmarki. Fjölnisliðið virkaði kraftmeira undir lok leiks. Er það eitthvað sem Birkir hefur áhyggjur af?

„Nei alls ekki. Við höfum verið að æfa mjög vel og það getur verið að það séu smá þyngsli í löppunum - við erum með aðeins eldra lið heldur en Fjölnir, þeir eru yfirleitt mjög sprækir á þessum tíma."

„Ég held síðan að ég kom heim aftur hafi ég aldrei unnið Fjölni á undirbúningstímabilinu þannig að það er jákvætt að við vinnum þá í þetta skiptið allavega."


Birkir spilaði fyrstu 75 mínúturnar í gær og var eftir leik með kælingu á hægri ökkla. Hver er staðan á honum?

„Það kom ekkert fyrir. Þetta eru bara varúðarráðstafanir, kæla þetta eftir leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila svona mikið síðan í haust."

Birkir var næst spurður út í landsliðið en hann var með í verkefni liðsins í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hvað tekur hann út úr því verkefni?

„Það er frábært að vera með landsliðinu áfram. Ég fékk að spila tvo hálfleika. Ég held að ég hafi náð að sýna smá þannig að landsliðsþjálfararnir hafi mig í huga þegar þeir velja næsta hóp."

Er Birkir klár að byrja ef kallið kemur í lok mars? „Já að sjálfsögðu. Ég er búinn að æfa mjög vel og það eru fullt af leikjum áður en landsliðið kemur aftur saman. Það eru engar kröfur og ekki miklar líkur á að ég byrji en ég er klár ef kallið kemur."

Að lokum var Birkir spurður út í gervigrasið í Egilshöll en deilt hefur verið um hversu gott það sé að spila á því.

„Þetta er ekkert æðislegt en það er fínt að geta farið inn og spilað þegar það er ískalt úti og ógeðslegt veður. Það var fínt veður í kvöld og það hefði alveg verið hægt að spila leikinn á Hlíðarenda. Þetta er ágætis gras, það er ábyggilega kominn tími á það en það dugar ennþá," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir