Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   mán 31. júlí 2017 21:49
Matthías Freyr Matthíasson
Milos um Eið Smára: Hvort við fáum hann, það eru nokkrar klst eftir til að vita það
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög ánægður, mjög ánægður. Það er í rauninni erfitt eftir góðan útisigur að fylgja því en við skuldum okkar áhorfendum að vinna fleiri heimaleiki" sagði kátur Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir góðan sigur á Fjölni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Það er alveg þannig eins og góður vinur minn hann Willum sagði, það getur enginn sett meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það er engin pressa þannig séð frá stjórninni að gera hitt og þetta. Við horfum á einn leik i einu en ég myndi ljúga ef ég segði að ég myndi ekki vilja gera allt sem ég gæti til að koma liðinu í Evrópukeppni.

Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort að það verði fleiri breytingar á Blikaliðinu í glugganum. Það er eitthvað í gangi en þið þurfið að tala við Snorra formann meistaraflokksráðs. Ég hef engar upplýsingar og ég er símalaus í leiknum og því gæti verið að við séum búnir að fá leikmann.

En ég hugsa að það gerist að þá gerist eitthvað mjög spennandi. Ég er ánægður með þennan hóp. Pælingin var að bæta við tveimur til þremur leikmönnum við þann hóp sem ég var með og ekki missa Oliver og Höskuld en ég er ánægður fyrir þeirra hönd og við bættum við mönnum í þeirra stað.

Eið Smára vil ég fá í öll lið sem ég þjálfa. Það er no brainer, besti leikmaður Íslands frá upphafi. Fyrirgefið einhverjir eldri sem ég hef ekki fylgst með en hann hefur spilað með Chelsea sem er náttúrlega mitt lið síðan 96. Ég vildi fá hann en hvort við fáum hann, það eru nokkrar klukkustundir eftir til að vita það"


sagði Milos og nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner