Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 31. júlí 2017 21:49
Matthías Freyr Matthíasson
Milos um Eið Smára: Hvort við fáum hann, það eru nokkrar klst eftir til að vita það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög ánægður, mjög ánægður. Það er í rauninni erfitt eftir góðan útisigur að fylgja því en við skuldum okkar áhorfendum að vinna fleiri heimaleiki" sagði kátur Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir góðan sigur á Fjölni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Það er alveg þannig eins og góður vinur minn hann Willum sagði, það getur enginn sett meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það er engin pressa þannig séð frá stjórninni að gera hitt og þetta. Við horfum á einn leik i einu en ég myndi ljúga ef ég segði að ég myndi ekki vilja gera allt sem ég gæti til að koma liðinu í Evrópukeppni.

Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort að það verði fleiri breytingar á Blikaliðinu í glugganum. Það er eitthvað í gangi en þið þurfið að tala við Snorra formann meistaraflokksráðs. Ég hef engar upplýsingar og ég er símalaus í leiknum og því gæti verið að við séum búnir að fá leikmann.

En ég hugsa að það gerist að þá gerist eitthvað mjög spennandi. Ég er ánægður með þennan hóp. Pælingin var að bæta við tveimur til þremur leikmönnum við þann hóp sem ég var með og ekki missa Oliver og Höskuld en ég er ánægður fyrir þeirra hönd og við bættum við mönnum í þeirra stað.

Eið Smára vil ég fá í öll lið sem ég þjálfa. Það er no brainer, besti leikmaður Íslands frá upphafi. Fyrirgefið einhverjir eldri sem ég hef ekki fylgst með en hann hefur spilað með Chelsea sem er náttúrlega mitt lið síðan 96. Ég vildi fá hann en hvort við fáum hann, það eru nokkrar klukkustundir eftir til að vita það"


sagði Milos og nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner