Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 31. júlí 2022 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sextán lið en bara sex konur - Tvær þeirra fóru alla leið
Sarina Wiegman.
Sarina Wiegman.
Mynd: Getty Images
Í dag fer fram úrslitaleikur Evrópumóts kvenna; England og Þýskalands mætast fyrir framan 90 þúsund manns á Wembley.

Það er athyglisvert að skoða það núna þegar komið er að úrslitastund á mótinu að þegar mótið byrjaði þá voru sex af 16 liðum með konu sem aðalþjálfara.

Í úrslitaleiknum eru þjálfarar beggja liða konur; hin hollenska Sarina Wiegman hefur búið til magnaða liðsheild hjá Englandi og Martina Voss-Tecklenburg sem er búin að koma Þýskalandi aftur á þann stað sem þær vilja vera, í úrslitum að berjast um gullið.

Í undanúrslitunum voru þá þrjú af fjórum liðum með konu sem aðalþjálfara, Corinne Diacre stýrði Frakklandi.

Það hefur ekki verið sérstaklega mikið um það að konur séu að stýra liðum á hæsta stigi fótboltans, karlmenn eru í miklum meirihluta. En þessir þjálfarar - Diacre, Voss-Tecklenburg og Wiegman - og fleiri hljóta að veita öðrum konum innblástur. Af öllum mentuðum fótboltaþjálfurum í Evrópu, þá eru bara sex prósent af þeim konur. Það er tölfræði frá UEFA sem DW birti.

Ekki síst hljóta þær að veita félögum og fótboltasamböndum innblástur til að koma eins fram við konur og karla - í samskiptum sem og öðru. Ekki að það hafi átt að þurfa þennan árangur til þess.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Sjá einnig:
Wiegman trompar forvera sína: Búið til skrímsli sem tætir allt í sig


Athugasemdir
banner
banner