Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Á bekknum þrátt fyrir tvennu
Berglind Björg er á bekknum hjá Val.
Berglind Björg er á bekknum hjá Val.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barbára gerði sigurmarkið í síðasta leik gegn Val.
Barbára gerði sigurmarkið í síðasta leik gegn Val.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í kvöld. Flautað verður til leiks á Hlíðarenda klukkan 18:00.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Valur gerir eina breytingu frá síðasta leik sínum, 1-4 sigurleik gegn Tindastóli. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemur inn fyrir Ísabellu Söru Tryggvadóttur. Natasha Anasi leikur sinn þriðja leik fyrir Val og það gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki.

Athygli vekur að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fyrrum sóknarmaður Breiðabliks, er á bekknum hjá Val þrátt fyrir að gert tvennu í síðasta leik. Berglind hefur verið að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar frá 1-0 sigrinum gegn Fylki á dögunum. Andrea Rut Bjarnadóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Karitas Tómasdóttir koma inn fyrir Jakobínu Hjörvarsdóttur, Önnu Nurmi, Írenu Héðinsdóttur Gonzalez og Margréti Leu Gísladóttur.

Byrjunarlið Vals:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner