Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 09:27
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri dæmir í Wales - Erlendur dæmir toppslaginn
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar verða að störfum í forkeppni Sambandsdeildarinnar í Bangor, Wales á morgun fimmtudag þegar heimamenn í Caernarfon mæta pólska liðinu Legia frá Varsjá.

Legia Varsjá vann fyrri leikinn 6-0 í Póllandi og því ljóst að það er óvinnandi vígi fyrir heimamenn að koma sér áfram í keppninni.

Ívar Orri Kristjánsson verður aðaldómari leiksins; Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verða aðstoðardómarar og Helgi Mikael Jónasson fjórði dómari.

Í kvöld klukkan 18:00 verður toppslagur Vals og Breiðabliks í Bestu deild kvenna. Erlendur Eiríksson dæmir leikinn; Þórður Arnar Árnason og Eydís Ragna Einarsdóttir verða aðstoðardómarar og Bríet Bragadóttir fjórði dómari.

Þá er einn leikur í Bestu deild karla í kvöld. Fylkir mætir Fram klukkan 19:15 og mun Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma í Árbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner