„Þetta er mjög súrt, ætluðum að vinna og tryggja okkur upp, við verðum að bíða þangað til í næsta leik," sagði Alexander Már Þorláksson, leikmaður og markaskorari KF, eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum í 3. deild karla í dag.
Lestu um leikinn: KF 1 - 2 Kórdrengir.
Sjáðu viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Lestu um leikinn: KF 1 - 2 Kórdrengir.
Sjáðu viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Einar Orri Einarsson og Alexander Magnússon komu Kórdrengjum yfir í fyrri hálfleik og á markamínútu sama hálfleiks minnkaði Alexander Már muninn. KF var að mati Alexanders ekki líklegt til þess að jafna lengstan hluta seinni hálfleiks.
„Við vorum ekki nálægt því að jafna fyrr en í lokin á leiknum. Þar átti ég að fá víti þegar ég er tekinn niður í teignum alveg í lokin, fyrir utan það voru varla nein færi hjá báðum liðum."
Stuðningsmenn KF fjölmenntu í dag og voru oft á tíðum ósáttir við dómara leiksins, eins og gengur og gerist,. Alexander var spurður um sína skoðun á frammistöðu dómarans í leiknum.
„Hann var fínn, hallaði ekki á neitt lið. Við getum sjálfum okkur um kennt en í lokin er ég 100% viss um að ég átti að fá víti."
Alexander er markahæstur í 3. deild og hefur skorað 22 mörk í 18 leikjum. Alexander var spurður um lífið á Ólafsfirði og hvar hann spilar á næstu leiktíð.
„Mér líður vel hér. Ég er ættaður héðan og frábært að vera hér."
„Ég veit ekki hvar ég spila á næstu leiktíð. Ég ætla að einbeita mér að því að klára þessa leiktíð og svo sé ég bara til," sagði Alexander að lokum.
Athugasemdir