Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   lau 31. ágúst 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Már: 100% viss um að ég átti að fá víti í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er mjög súrt, ætluðum að vinna og tryggja okkur upp, við verðum að bíða þangað til í næsta leik," sagði Alexander Már Þorláksson, leikmaður og markaskorari KF, eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum í 3. deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KF 1 - 2 Kórdrengir.

Sjáðu viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Einar Orri Einarsson og Alexander Magnússon komu Kórdrengjum yfir í fyrri hálfleik og á markamínútu sama hálfleiks minnkaði Alexander Már muninn. KF var að mati Alexanders ekki líklegt til þess að jafna lengstan hluta seinni hálfleiks.

„Við vorum ekki nálægt því að jafna fyrr en í lokin á leiknum. Þar átti ég að fá víti þegar ég er tekinn niður í teignum alveg í lokin, fyrir utan það voru varla nein færi hjá báðum liðum."

Stuðningsmenn KF fjölmenntu í dag og voru oft á tíðum ósáttir við dómara leiksins, eins og gengur og gerist,. Alexander var spurður um sína skoðun á frammistöðu dómarans í leiknum.

„Hann var fínn, hallaði ekki á neitt lið. Við getum sjálfum okkur um kennt en í lokin er ég 100% viss um að ég átti að fá víti."

Alexander er markahæstur í 3. deild og hefur skorað 22 mörk í 18 leikjum. Alexander var spurður um lífið á Ólafsfirði og hvar hann spilar á næstu leiktíð.

„Mér líður vel hér. Ég er ættaður héðan og frábært að vera hér."

„Ég veit ekki hvar ég spila á næstu leiktíð. Ég ætla að einbeita mér að því að klára þessa leiktíð og svo sé ég bara til,"
sagði Alexander að lokum.
Athugasemdir