Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið á Kópavogsvelli - Viktor Örn í banni
Viktor Örn tekur út leikbann í kvöld.
Viktor Örn tekur út leikbann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi verið funheitur að undanförnu, heldur hann sæti sínu í kvöld?
Sölvi verið funheitur að undanförnu, heldur hann sæti sínu í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Kalli spilar leikinn á morgun'
'Kalli spilar leikinn á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:45 á Kópavogsvelli mætast Breiðablik og Víkingur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn er uppgjör toppliðs Bestu deildarinnar og ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Í húfi er sæti í bikarúrslitum og mætir sigurvegari leiksins annað hvort FH eða KA í úrslitaleik þann 1. október.

Flestir leikmenn liðanna tveggja eru klárir í leikinn í kvöld. Allir hjá Breiðabliki eru klárir í slaginn ef frá er talinn Pétur Theódór Árnason sem ekkert hefur spilað í sumar vegna meiðsla. Viktor Örn Margeirsson verður ekki með í kvöld þar sem hann tekur út leikbann.

Fótbolti.net spáir tveimur breytingum á byrjunarliði Breiðabliks frá því í síðasta deildarleik gegn Leikni. Viktor Karl Einarsson tók út leikbann í þeim leik og Oliver Sigurjónsson var ónotaður varamaður, ef spáin rætist koma þeir inn í liðið fyrir þá Andra Rafn Yeoman og Sölva Snæ Guðbjargarson. Mikkel Qvist heldur sæti sínu en Elfar Freyr Helgason kemur einnig sterklega til greina.



Hjá Víkingum er Davíð Örn Atlason frá út tímabilið vegna rifu í magavöðva. Þá er Halldór Smári Sigurðsson að snúa til baka en verður líklega ekki með í leiknum í kvöld. Fótbolti.net spáir einni breytingu á liði Víkings frá sigrinum gegn KA. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur inn fyrir Helga Guðjónsson ef spáin rætist. „Kalli spilar leikinn á morgun," sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali í gær.


Athugasemdir
banner
banner