Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 08. júní 2012 23:08
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristinsson: Wenger úlpan klikkar aldrei
Rúnar í Wenger-úlpunni.
Rúnar í Wenger-úlpunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður. Við spiluðum fínan leik og þetta var mikil barátta. Skagamennirnir voru mjög erfiðir, þeir spiluðu fast á okkur og þetta var erfiður leikur," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á ÍA í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

,,Mér fannst við vera betra liðið og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum í síðari hálfleik. Við hleypum þeim inn í leikinn með þessu marki sem þeir skora í lokin og síðustu fimm mínúturnar voru spennandi."

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 KR

Atli Sigurjónsson var í byrjunarliði KR í fyrsta skipti í sumar og hann greip tækifærið með því að skora.

,,Atli var hrikalega góður í þessum leik. Hann er frábær í fótbolta þessi strákur og við erum hægt og bítandi að leyfa mönnum að taka þátt í þessu með okkur. Dofri (Snorrason) og Atli hafa æft rosalega vel undanfarið og áttu skilið tækifæri til að fá að spila. Þeir eru ekkert síðri en hinir leikmennirnir sem hafa meiri reynslu og þá kannski sækir maður frekar í hana."

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, var á bekknum hjá KR í kvöld á meðan Fjalar Þorgeirsson stóð á milli stanganna.

,,Hannes var slæmur í mjöðminni eftir landsleikina um daginn og síðan lenti hann illa á æfingu í miðri viku og við tókum engan séns. Við ákváðum að hvíla hann, það eru fleiri mikilvægir leikir framundan. Ég er með góðan varamarkvörð í Fjalari sem hefur staðið sig gríðarlega vel á æfingum. Það var ekkert vandamál að setja hann í marki og hann spilaði vel."

Rúnar Kristinsson var mættur í síðri Nike-úlpu á hliðarlínunni en hún svipar til úlpunnar sem Arsene Wenger stjóri Arsenal er í.

,,Það kólnaði aðeins í síðari hálfleik en útivallarúlpan mín, Wenger úlpan, hún klikkar aldrei. Hún heldur mér heitum," sagði Rúnar léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner