,,Ég er mjög sátt með liðið, það voru allir frábærir í dag, við spiluðum flottan fótbolta í fyrri hálfleik," sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir framherji ÍBV eftir 7-1 sigur á Selfoss í dag en staðan í hálfleik var 7-1.
,,Þetta var bara flott hjá öllum en við þurfum að halda áfram að skora í seinni hálfleik líka finnst mér."
,,Við vorum kannski að drífa okkur svolítið mikið að senda langan bolta fram og vorum ekki að halda boltanum nógu vel. Síðan fengum við færi en boltin fór ekki inn."
,,Þetta var komið í höfn svo við vorum frekar rólegar í seinni hálfleik."
Nánar er rætt við Kristínu Ernu í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















