Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 16. júní 2012 16:49
Hafliði Breiðfjörð
Zoran: Vil fá miklu meira frá Guðmundi Steinarssyni sóknarlega
Zoran Daníel Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er aldrei gott að tapa en við mættum góðu liði FH í dag og vissum það fyrirfram að þetta er besta lið landsins með marga góða leikmenn," sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 4 tap heima gegn FH í Pepsi-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  4 FH

,,Við lögðum bara áherslu á að sitja pínulítið aftar og vera vel skipulagðir og leyfa þeim að vera með boltann, og beita skyndisóknum."

,,Staðan var 0 - 0 eftir fyrri hálfleikinn og við fengum fín færi til að komast yfir en því miður kláruðum við það ekki og svo gleymum við okkur einu sinni í vörninni og þeir refsa okkur. Þeir eru mjög góðir að refsa liðum þegar þeir gera mistök."

,,Í seinni hálfleik lögðum við áherslu á að pressa þá hátt uppi og reyna að jafna en það voru bara fínir kaflar í leiknum. Fyrstu 15-20 mínúturnar reyndum við og vorum að skapa hálffæri en svo fáum við tvö mjög ódýr mörk á okkur sem slá okkur útaf laginu. En við komum aftur pínulítið til baka en það er mjög jákvætt að skora tvö mörk á móti FH."

,,Í síðustu tveimur leikjum lendum við í vandræðum með sóknarleikinn en sóknarleikurinn var ágætur í dag, við skorum tvö mörk og fáum færi en varnarleikurinn var vandamál í dag hjá okkur. Við gerum bara óþarfa mistök sem lið eins og FH refsa einn tveir og þrír."

Nánar er rætt við Zoran í sjónvarpinu hér að ofan en þar er meðal annars rætt við hann um framherjann Guðmund Steinarsson sem hafði ekkert skorað í sumar þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í dag.

,,Maður vill fá miklu meira frá Guðmundi Steinarssyni sóknarlega. Við vitum hvernig leikmaður hann er. Hann er alltaf mikilvægur okkur og gerir gott á vellinum, heldur boltanum vel og opnar svæði fyrir hina leikmennina sem er líka mjög jákvætt."
Athugasemdir
banner
banner