,,Við erum klaufar í lykilaðstöðum í leiknum," sagði Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði Grindavíkur eftir 1-3 tap gegn ÍBV í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 3 ÍBV
,,Við eru klaufar að láta reka okkur útaf, og það brotnar hjá okkur sókn í stöðunni 1-0. Við erum að fara af stað og þá missum við hann. Við erum sjálfum okkur verstir þá og svo þegar staðan er orðin 1-0 og við einum færri þá eru þeir bara klókir og halda boltanum þangað til við ætlum að reyna eitthvað og sækja svo á okkur þegar við opnum okkur.
,,Menn geta sætt sig við fyrri hálfleikinn þangað til við erum einum færri en þetta er mjög erfitt þegar þeir skora í seinni hálfleik. Þetta eru bara þrjú töpuð stig og það þýðir ekkert að hengja haus."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















