,,Að detta út úr bikar er leiðinlegt, en við vorum lélegir í leiknum og það var þess valdandi að við töpuðum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals eftir tap liðsins gegn Þrótturum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Valur
,,Að mörgu leiti vorum við ekki að gera það sem við lögðum upp með. Við tókum rangar ákvarðanir með bolta og vantaði eitthvað líf í leikinn."
,,Ég held ekki að menn bjuggust við því að þetta kæmi að sjálfu sér, en kannski er það undir niðri og getur verið að það útskýrir eitthvað, en tæknin er til staðar og við þurfum að vinna á henni."
,,Við vorum ekki að bíða eftir vítaspyrnukeppni, við lendum bara manni undir seinustu fimm mínúturnar af framlengingu. Það hefði vissulega skipt máli undir leikinn, við vorum þreyttir, en við vorum ekki að bíða eftir henni," sagði Kristján að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























