,,Ég bjóst við góðu, sterku og duglegu liði hérna í dag, sem að þær eru," sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals eftir 0-7 sigur á Hetti í Borgunarbikar kvenna í kvöld.
,,Við skoruðum fyrsta markið ekki fyrr en liðnar voru tuttugu mínútur held ég og þá náttúrulega opnaðist þetta dálítið þar sem þær þurftu að stíga ofar og við gátum farið að vinna hraðar á þær, en Höttur er með þrusulið og mikið af ungum og efnilegum stelpum."
,,Það voru margar sem heilluðu mig. Mágkonan hefur verið að spila þar og er stórglæsileg á velli og bara allar mjög duglegar og flottar stelpur. Ekkert sem maður ber víurnar í eða þannig, en fallegar og góðar á velli á við um hæfileika."
,,Ég var ekki sáttur við byrjunina á tímabilinu, tap í fyrsta leik, þannig það var ekki gott. Við erum í fimmta sæti núna og þrjú stig á toppinn, en það er líka stutt í botninn. Það segir ekkert til um hvaða sæti við erum í núna, en við viljum náttúrulega vera ofar."
,,Það er engin pressa að vinna titla, heldur bara metnaður og þar af leiðandi er stefnan að því að vinna titla," sagði Gunnar Borgþórsson.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























