,,Þetta voru góð þrjú stig en það verður að hrósa KR. Þær voru frábærar í dag og mér fannst þær fá nokkur góð færi. Okkar stelpur börðust fyrir þessu og fengu loksins þar sem þær verðskulduðu," sagði John Andrews þjálfari Aftureldingar eftir 1-0 sigur liðsins á KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Afturelding komst með sigrinum upp fyrir KR en þessi lið eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.
,,Við vissum alltaf að það yrðu fimm lið á toppnum og fimm á botninum. Við verðum að reyna að ná betri úrslitum gegn liðunum í neðri hlutanum en önnur lið."
,,Ef við náum einhverjum stigum gegn toppliðunum þá er það frábært en við verðum að vera raunhæf líka og gefa okkar leikmönnum hrós. Við höldum áfram að berjast, þannig er þetta hjá Aftureldingu, við höldum áfram."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















