,,Þetta er hrikalega svekkjandi. Við gerðum allt sem við gátum og reyndum, vorum ekki að spila að mínu mati nógu vel," sagði Magnús Gylfason, þjalfari ÍBV eftir að liðið féll úr undankeppni Evrópudeildarinnar í dag.
,,Þeir auðvitað gera okkur erfitt fyrir og voru duglegir. Við sköpuðum þó og skoruðum nóg eins og við ætluðum okkur í dag, en síðan sváfum við á verðinum eitt augnablik og enn og aftur þar sem við gefum eitt færi og fáum mark á okkur."
,,Sama gerðist á móti KR, vorum ekki að gefa neitt frá okkur og síðan eitt augnablik sofum við á verðinum og þar með fór það. Þetta leyfist ekki í fótbolta að tapa einbeitingunni."
,,Við komumst í 2-0 í byrjun framlengingar og héldum að þeir væru alveg jafn þreyttir og við, en það var ekkert að sjá á þeirra leik að þeir væru sterkari en við þegar staðan var jöfn en við vorum klaufar og sváfum á verðinum þegar við vorum komnir í þá stöðu þegar við þurftum, 2-0 og það átti að duga en það dugði ekki í dag."
,,Ég held að við séum ekkert að spá í titlatali í deildinni, erum búnir að vera í botnbaráttunni þar, en erum auðvitað búnir að vinna einhverja leiki þar og færa okkur eitthvað ofar en við verðum fyrst að jafna okkur á þessu áfalli að detta út úr Evrópu- og bikarkeppni á nokkrum dögum," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
























