Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var nokkuð ánægður með stigið sem liðið fékk eftir jafntefli við Stjörnuna. Hann hefði þó, skiljanlega, viljað fá þau þrjú.
,,Ég var mjög ánægður með vinnuframlagið hjá liðinu. Við héldum skipulaginu allan leikinn, svona pínulítið svekktur að það hafi verið mark úr aukaspyrnu sem réði úrslitum. Glæsilegt mark, en við stoppuðum þar sem hefur verið sterkasta vopn Stjörnunnar. Kannski aðeins í byrjun, sem þér létu teygja á okkur, en mér fannst það lagast og ég er mjög ánægður með vinnuframlag og hvernig menn rifu sig upp eftir síðasta leik."
Blikarnir voru sterkari í fyrri hálfleik, en dró smá af krafti þeirra í þeim síðari enda mikil vinna sem fór í að verjast. Aðspurður hvað veldur svaraði Óli: ,,Það hefur kannski eitthvað með það hugarfar að vera með forystu og hræddir að missa það. Mér fannst við ekki vera slakir í síðari hálfleik," sagði Ólafur Kristjánsson.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























