Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 21. júlí 2012 19:25
Anton Ingi Leifsson
Hannes Þór: Samkeppnishæfir við löndin í kringum okkur
Hannes stóð sig vel í kvöld. Hér ræðir hann við Fótbolta.net eftir leikinn.
Hannes stóð sig vel í kvöld. Hér ræðir hann við Fótbolta.net eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta var alveg grátlegt. Þar er langt síðan ég hef verið eins svekktur eftir einn fótboltaleik. Þetta var alveg hrikalegt að fá á sig þetta mark þarna," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, eftir 1- jafntefli, gegn Stjörnunni. Stjarnan jafnaði metin á 90. mínútu.

,,Ég man ekki hvernig aðdragandinn var, hvort það var eitthvað við okkur að sakast eða hvort Stjörnumennirnir gerðu vel, en eins og þú segir, grátlegt að fá á sig þetta mark undir lokin."

Gary Martin lék sinn fyrsta leik fyrir KR í kvöld og náði að skora í þeim fyrsta. Hannes segir að það hafi verið hrikalega gott fyrir Gary: ,,Það var frábært hvernig hann kom inn í þetta og við fögnum því, hann stóð sig vel í dag og hann skoraði og það er hans "jobb", eins og þú segir, skorar í fyrsta leik og það hjálpar honum."

KR steinlá í síðustu viku gegn HJK Helsini, 7-0, í Finnlandi og seinni leikurinn er á þriðjudag í Vesturbæ. Aðspurður hvernig hugarfar liðið færi með inn í þann leik svaraði Hannes: ,,Við förum inn í þann leik að sýna okkar rétt andlit. Við vorum niðurlægðir síðasta þriðjudag og það svíður sárt og við vorum eyðilagðir menn eftir þann leik. Við þurfum að stíga upp og við erum lið sem kann fótbolta og erum samkeppnishæfir við löndin í kringum okkur. Við gerðum það ekki síðast en við ætlum að gera það núna," sagði landsliðsmarkmaðurinn að lokum við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner