Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 21. ágúst 2012 22:39
Hafliði Breiðfjörð
Milos: Ég var hættur í fótbolta
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var frábær sigur, kannski var spilamennskan ekki eins og við vildum í byrjun en svo þéttum við okkur saman," sagði Milos Milojevic varnarmaður Víkings eftir 5-0 sigur á Tindastóli í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Tindastóll

,,Sóknarlega var þetta mjög fínt, við létum boltann rúlla fínt og hratt og það er það sem fólk vill sjá þegar það kemur á Víking leiki. Svo bætum við varnarleikinn aðeins eftir ræðu frá Helga í klefanum og það var fínt, sætur sigur, 5-0 og ekkert meira hægt að segja."

Skýfall varð yfir vellinum hálftíma fyrir leik og hann því allur í pollum. Ástandið var svo slæmt að liðinu þurftu að hita upp á æfingasvæðinu við hliðina.

,,Það var svo mikið vatn á vellinum í byrjun og svo var þetta farið að síga. Svo byrjaði rigningin aftur, þetta var svolítið sérstakt. Það var spurning fyrst hvort leikurinn yrði flautaður af eða ekki spilaður en þetta er frábært og lítur þannig út að við séum góðir við svona aðstæður. Þetta hentar okkur vel."

Milos hafði hætt í fótbolta í fyrrahaust en sneri óvænt aftur í síðasta leik gegn Fjölni og fór beint í byrjunarliðið og svo aftur í kvöld.

,,Ég var hættur í fótbolta en svo hef ég fengið svo góðar móttökur frá Óla (Þórðar þjálfara) að fá að vera á æfingum þegar mér hentar. Ég er að þjálfa strákana í 3. flokki og sá um yfirþjálfun allra flokka. Ég var að kíkja á æfingar og ekki með 100% mætingu, ég verð að viðurkenna það. En mætti samt á æfingar og það kom að sjálfögðu á óvart að ég var í byrjunarliðinu en Óli treysti mér best og þá var góður punktur að byrja þarna að spila."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner