Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 28. mars 2014 12:20
Magnús Már Einarsson
Þorgerður Katrín spáir í leiki helgarinnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Þorgerður spáir Liverpool sigri um helgina.
Þorgerður spáir Liverpool sigri um helgina.
Mynd: Getty Images
Fulham mun koma á óvart gegn Everton samkvæmt spánni.
Fulham mun koma á óvart gegn Everton samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Egill Helgason var öflugur þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi en hann er kominn við hlið manna á toppnum með besta árangur vetrarins eða sjö rétta.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, dómari í Ísland got talent, spáir í leikina að þessu sinni en hún er mikill stuðningsmaður Liverpool.

,,Þó að ég hafi spáð Chelsea sigri um helgina þá held ég að á endanum verði baráttan á milli City og Liverpool um titilinn," sagði Þorgerður við Fótbolta.net.

,,Við verðum að hafa ökkur alla við til að ná City en ef mínir menn verða áfram svona glaðir og sókndjarfir þá munum við ná lengra en margir spá. Við erum nær titlinum núna en fyrir nokkrum vikum."



Manchester United 3 - 1 Aston Villa (12:45 á morgun)
Leikmenn United fara að girða sig í brók, þeir geta ekki verið með allt niður um sig alla vertíðina. Þeir eru með ágætis lið á pappírnum en það er ekki að koma nægilega mikið út úr þessum dúddum. Þeir sýna smá tennur um helgina.

Crystal Palace 1 - 2 Chelsea (15:00 á morgun)
Crystal Palace er í botnbaráttunni og reynir sitt besta en Chelsea er með miklu betra lið þó að Torres sé ekki upp á sitt besta.

Southampton 1 - 0 Newcastle (15:00 á morgun)
Southampton er skemmtilegt lið og þeir hafa átt fína spretti í vetur. Þetta verður fjörugur leikur og fullt af færum en bara eitt mark.

Stoke 3 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Stoke tekur þetta öruggt.

Swansea 1 - 1 Norwich (15:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur og það verða mikil læti á vellinum.

WBA 1 - 2 Cardiff (15:00 á morgun)
Ég held með Aroni og Ole Gunnar og Cardiff vinnur þennan leik.

Arsenal 2 - 3 Manchester City (17:30 á morgun)
Eins og mér finnst Wenger vera yndislegur þá held ég að Arsenal eigi ekki eftir að vinna þrátt fyrir að vera á heimavelli. Özil hefur ekki verið að finna fjölina sína í vetur og Arsenal tapar þessum leik. Þó að það sé mikill sjarmi yfir Arsenal þá er City betra lið á pappírnum og inni á vellinum.

Fulham 2 - 0 Everton (12:30 á sunnudag)
Þó að Fulham sé á botninum þá koma þeir á óvart og vinna. Þetta verður mikið áfall fyrir Everton.

Liverpool 3 - 1 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Mér þykir vænt um Gylfa og hann er einn af okkar betri Hafnfirðingum en við púllarar tökum þetta 3-1. Þetta verður ótrúlega skemmtilegur leikur. Gylfi á eftir að standa sig vel en það sem hann á að gera er að drulla sér frá Tottenham og koma til Brendan Rodgers.

Sunderland 2 - 0 West Ham (19:00 á mánudag)
Þetta eru ekkert spennandi leikir þegar toppliðin eru ekkert að spila. Nú telst Manchester United ekki á meðal toppliða svo maður fylgist líka minna með þeim.

Fyrri spámenn:
Birkir Már
Sævarsson - 7 réttir

Egill Helgason - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner