Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
   mán 12. júní 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Vítaskytta Íslands 2017 vann keppnina í strigaskóm
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að vera vítaskytta," sagði Styrmir Erlendsson eftir að hann tryggði sér titilinn vítaskytta Íslands á Þróttaravelli í gær.

Yfir 300 keppendur tóku þátt í vítaspyrnukeppni Fótbolta.net en allur ágóði rennur til Vildarbarna Icelandair. Stymir vann keppnina í 15. umferð.

Styrmir spilar með ÍR í Inkasso-deildinni en hann vann keppnina í gær á strigaskóm. Í einni umferð skaut hann einnig á sokkunum. „Skóbúnaðurinn skiptir ekki öllu máli. Þetta er í hausnum á þér," sagði Styrmir.

Margir öflugir markmenn stóðu vaktina en þegar nokkrir keppendur voru eftir þá fór fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið.

„Ég var mikið að vinna með að skjóta niðri vinstri en ég færði mig þegar Gulli kom. Þá var meiri pressa."

Styrmir fékk tvo flugmiða frá Icelandair, gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland í verðlaun. Hvert ætlar Styrmir að skella sér fyrir flugmiðana? „Við vorum að ræða Brussel í byrjun keppninnar. Ég veit ekki alveg hvað gerist," sagði Styrmir sáttur.

Fótbolti.net þakkar öllum þeim sem tóku fyrir þátt og lögðu hönd á plóg við að gera vítaspyrnukeppnina að veruleika.

Hér að ofan má sjá viðtal við Styrmi.
Athugasemdir
banner