Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 12. júní 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Vítaskytta Íslands 2017 vann keppnina í strigaskóm
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að vera vítaskytta," sagði Styrmir Erlendsson eftir að hann tryggði sér titilinn vítaskytta Íslands á Þróttaravelli í gær.

Yfir 300 keppendur tóku þátt í vítaspyrnukeppni Fótbolta.net en allur ágóði rennur til Vildarbarna Icelandair. Stymir vann keppnina í 15. umferð.

Styrmir spilar með ÍR í Inkasso-deildinni en hann vann keppnina í gær á strigaskóm. Í einni umferð skaut hann einnig á sokkunum. „Skóbúnaðurinn skiptir ekki öllu máli. Þetta er í hausnum á þér," sagði Styrmir.

Margir öflugir markmenn stóðu vaktina en þegar nokkrir keppendur voru eftir þá fór fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið.

„Ég var mikið að vinna með að skjóta niðri vinstri en ég færði mig þegar Gulli kom. Þá var meiri pressa."

Styrmir fékk tvo flugmiða frá Icelandair, gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland í verðlaun. Hvert ætlar Styrmir að skella sér fyrir flugmiðana? „Við vorum að ræða Brussel í byrjun keppninnar. Ég veit ekki alveg hvað gerist," sagði Styrmir sáttur.

Fótbolti.net þakkar öllum þeim sem tóku fyrir þátt og lögðu hönd á plóg við að gera vítaspyrnukeppnina að veruleika.

Hér að ofan má sjá viðtal við Styrmi.
Athugasemdir
banner
banner