Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 12. júní 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Vítaskytta Íslands 2017 vann keppnina í strigaskóm
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Efstu 4 keppendurnir og Gunnleifur Gunnleifsson sem varði markið í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að vera vítaskytta," sagði Styrmir Erlendsson eftir að hann tryggði sér titilinn vítaskytta Íslands á Þróttaravelli í gær.

Yfir 300 keppendur tóku þátt í vítaspyrnukeppni Fótbolta.net en allur ágóði rennur til Vildarbarna Icelandair. Stymir vann keppnina í 15. umferð.

Styrmir spilar með ÍR í Inkasso-deildinni en hann vann keppnina í gær á strigaskóm. Í einni umferð skaut hann einnig á sokkunum. „Skóbúnaðurinn skiptir ekki öllu máli. Þetta er í hausnum á þér," sagði Styrmir.

Margir öflugir markmenn stóðu vaktina en þegar nokkrir keppendur voru eftir þá fór fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið.

„Ég var mikið að vinna með að skjóta niðri vinstri en ég færði mig þegar Gulli kom. Þá var meiri pressa."

Styrmir fékk tvo flugmiða frá Icelandair, gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland í verðlaun. Hvert ætlar Styrmir að skella sér fyrir flugmiðana? „Við vorum að ræða Brussel í byrjun keppninnar. Ég veit ekki alveg hvað gerist," sagði Styrmir sáttur.

Fótbolti.net þakkar öllum þeim sem tóku fyrir þátt og lögðu hönd á plóg við að gera vítaspyrnukeppnina að veruleika.

Hér að ofan má sjá viðtal við Styrmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner