Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 12. júlí 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
Elvar Páll ökklabrotinn - Frá út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Páll Sigurðsson, leikmaður Leiknis R, ökklabrotnaði í 3-1 sigri liðsins á Gróttu í Inkasso-deildinni í gær.

Elvar Páll var borinn meiddur af velli eftir rúmlega hálftíma leik og myndatökur í gærkvöldi leiddu í ljós að hann er ökklabrotinn. Elvar kemur því ekki meira við sögu á þessu tímabili.

„Þetta er smá bittersweet einhvern veginn og frammistaðan ekkert frábær, svo misstum við Elvar Pál út og manni líður illa yfir því," sagði Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis, í viðtali eftir leikinn í gær.

Hinn 25 ára gamli Elvar Páll hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

Hann skoraði einnig sigurmarkið gegn ÍA í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á dögunum.

Elvar mun nú missa af undanúrslitaleik Leiknis gegn FH en þar verða Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson og Halldór Kristinn Halldórsson ekki heldur með Breiðhyltingum þar sem þeir taka út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner