
Mönnum var heitt í hamsi eftir æsilegan undanúrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Mjólkurbikarnum.
Guðjón Pétur Lýðsson og Kári Árnason lentu í einhverjum ryskingum á leið til búningsklefa. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, mætti á viðtalssvæðið eftir leik og sakaði Kára um að hafa slegið til Guðjóns.
Guðjón Pétur Lýðsson og Kári Árnason lentu í einhverjum ryskingum á leið til búningsklefa. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, mætti á viðtalssvæðið eftir leik og sakaði Kára um að hafa slegið til Guðjóns.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 Breiðablik
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá þegar Gunnleifur mætti út.
Kári var þá á leið í viðtal við mbl.is en í viðtalinu var hann spurður út í ásakanir Gunnleifs. „Þetta voru bara einhverjar hrindingar, þetta var ekkert alvarlegt," sagði Kári.
Í sama viðtali var Kári spurður út í ummæli Guðjóns um að Kári kæmist upp með of mikið frá dómurunum.
„Guðjón Pétur? Hver er það? Væntanlega leikmaður? Hann má segja það sem hann vill," svaraði Kári.
Athugasemdir