Páll Einarsson þjálfari Þróttar var ánægður eftir 3-2 sigur liðsins á Fjarðabyggð í fyrstu deildinni í dag.
,,Ég er alveg ótrúlega sáttur. Ég held að við höfum átt þennan sigur fyllilega skilið," sagði Páll við Fótbolta.net eftir leik.
Halldór Arnar Hilmisson skoraði tvívegis í leiknum í dag og var maður leiksins.
,,Hann er frábær leikmaður og stóð sig gríðarlega vel í dag eins og allt liðið. Það var gríðarlega gott að fá hann til baka."
Hér að ofan má sjá viðtali við Pál í heild sinni.























