Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður eftir 2-1 sigur á Grindavík í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.
Danni König kom Valsmönnum yfir í síðari hálfleiknum í kvöld en Gilles Mbang Ondo jafnaði fyrir Grindavík á 69.mínútu. Valur svaraði hins vegar strax að bragði þegar Jón Vilhelm Ákason skoraði sigurmarkið.
,,Það var gríðarlega mikilvægt að koma strax til baka og setja mark á þá og ekki síst að halda það út," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Grindvíkingar komust nálægt því að jafna í lokin þegar Scott Ramsay átti stangarskot.
,,Þetta er þannig í fótbolta og er búið að vera þannig hjá okkur í byrjun mótsins, þetta er stöngin inn eða stöngin út."
,,Í dag var þetta stöngin inn hjá okkur og stöngin út hjá þeim, það sást greinilega í færinu hjá Scotty sem var gott,"
Hér að ofan má sjá viðtalið við Gunnlaug í heild sinni.
























