
,,Við áttum svolítið erfiðan leik á móti þeim síðast. Þær eru náttúrulega sterkar fyrir og Við misstum Ólínu út í svolítinn tíma eftir þann leik ," sagði Sif Atladóttir miðvörður Íslands sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2011 á morgun.
,,Ég held að þetta verði bara gaman. Við sýndum á móti Norður Írum að við getum alveg spilað en vonandi klárum við færin okkar á morgun (í dag), ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur."
Sif talaði um hörku í síðasta leik þar sem Ólína G. Viðarsdóttir meiddist eftir ljóta tæklingu og var lengi frá. En býst hún við hörku í kvöld?
,,Já algjörlega, þetta er lið sem við bjuggumst ekki við að væru svona rosalega fastar fyrir en við ætlum bara að bjóða þær velkomnar og það verður með okkar stæl. Þær eiga eftir að muna eftir þessum árekstrum. Við geymdum það sem gerðist í Króatíu en það er ekki gleymt."
Nánar er rætt við Sif í sjónvarpinu hér að ofan.