Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, býst við hörkuleik gegn Fram í VISA-bikarnum en þessi lið drógust saman í 8-liða úrslitunum.
,,Það er heldur betur hörkuleikur, það er óhætt að segja það," sagði Atli Sveinn við Fótbolta.net eftir að dregið var í dag.
,,Við spiluðum á móti þeim í vetur í Reykjavíkurmótinu eða deildabikarnum og það voru nánast slagsmál þannig að ég er viss um að það verður hart barist."
,,Það lá við að það syði upp úr, það slapp en ég hugsa að menn verði tilbúnir í þessa leiki."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.