,,Það er smá heppni í þessu. Ég skoraði gegn þeim í fyrri umferðinni og svo líka í dag þannig að ég er ekkert annað en sáttur með það," sagði Pape Mamadou Faye sem skoraði fyrsta mark Fylkis í 5-2 sigri liðsins á Selfossi í kvöld.
Sigurinn var kærkominn fyrir Fylkismenn eftir dapurt gengi á heimavelli að undanförnu.
,,Það var síðast (sigur) á móti Stjörnunni í maí held ég. Loksins fengum við þrjú stig hérna á heimavelli. Þetta var frábært hjá liðinu í dag."
Pape er núna kominn með þrjú mörk í sumar og strax búinn að bæta árangur sinn talsvert frá því í fyrra þegar hann skoraði einungis eitt mark.
,,Í fyrra var fyrsta árið mitt í efstu deild. Maður kemur ekki beint í efstu deild og rúllar öllu upp. Þetta er eins og skóli, maður lærir af mönnum eins og Vali Fannari (Gíslasyni) og fullt af öðrum leikmönnum í liðinu. Reynslan er að koma."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.