Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 23. júlí 2010 23:58
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartarson: Yngri kettlingar en ég að drepast úr krampa
Hjörtur fagnar marki sínu í kvöld.
Hjörtur fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Júlíus Hjartarson heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir lið ÍA sem vann góðan 4-2 sigur á Fjarðarbyggð á Skaganum í kvöld. Hjörtur skoraði annað mark ÍA í leiknum og var það svo sannarlega af dýrari gerðinni, en þetta var þriðji leikurinn í röð sem þessi reyndi framherji skoraði mark. Auk marksins átti hann meðal annars sláarskot úr ágætis færi og var óheppinn að bæta ekki við. Ásamt því fiskaði hann víti fyrir liðið og átti fyrirgjöf í einu markinu og var hann að vonum sprækur þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir leikinn.

„Þetta var nokkuð gott í heildina litið. Við byrjuðum vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Hjörtur eftir leikinn.

„Ég var bara klaufi. Menn eru ekkert óheppnir í svona, menn eru bara klaufar eða ekki. Ég hefði auðveldlega átt að geta sett þrennuna í kvöld en heppnin var ekki alveg með mér, eða meira bara klaufaskapur.“

„Ég var nú búinn að biðja um skiptingu eftir 55 mínútur, var alveg að drepast um allan líkamann, en þessir yngri kettlingar en ég eru alveg að drepast úr krampa og betlandi skiptingar fram og til baka, þannig að maður neyðist til að hanga inni á í 90 mínútur.“