,,Það var djúpt á þessum, þetta var lélegur leikur hjá okkur," sagði Sigursteinn Gíslason þjálfari Leiknis í samtali við Fótbolta.net eftir sigurinn á Þrótti í kvöld.
Leiknir vann 2-1 sigur en eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik þá komu Leiknismenn til baka í þeim síðari og unnu góðan sigur.
,,Þróttararnir voru góðir eins og í síðustu leikjum og komu mér ekkert á óvart. Mínir menn voru bara ekki tilbúnir, við vorum búnir að ræða það hvernig þeir leggja upp leikinn. Við áttum að mæta því, vorum of langt frá mönnum og þeir fengu að leika sér. Við vorum í raun bara heppnir að lenda ekki 2-0 undir."
,,Við vorum of langt frá mönnum og mér fannst andleysi í mínum mönnum. Menn voru sammála því í hálfleik, við ætluðum að gíra okkur upp í seinni en það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Það var ekki fyrr en eftir 10-15 mínútur sem við fórum af stað. Það sem mér fannst einkenna okkar leik síðustu 20-25 mínúturnar að við vorum í miklu betra formi en þeir, mér fannst við geta keyrt yfir þá eins og við vildum."
Nánar er rætt við Sigursteinn í sjónvarpinu hér að ofan.