Árni Magnússon skrifar úr Mosfellsbæ
,,Auðvitað er ég ekki sáttur en kannski er eitt betra en ekki neitt," sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í annarri deildinni í kvöld.
,,Þetta var svolítið öðruvísi leikur heldur en maður hefur spilað en ég ætla ekki að taka neitt af Aftureldingu. Þeir spiluðu agaðan og góðan varnarleik og hugsuðu rosalega mikið um það."
,,Þeir voru allan tímann að verjast með níu menn en gott og vel, það er þeeirra aðferð. Við mættum kannski ekki alveg tilbúnir í dag. Við náðum ekki gæða fyrirgjöfum og gæðaskotum til að brjóta þennan múr."
Ólafsvíkingar eru sem fyrr taplausir á toppnum í annarri deild í mjög góðri stöðu.
,,Við tökum einn leik í einu og auðvitað erum við í mjög góðri stöðu. Það er bara næsti leikur og kannski komum við okkur í enn betri stöðu en við erum í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.