,,Þetta er mjög slæmt, það er verra heldur en á öðrum tíma," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í kvöld aðspurður hvort það væri ekki slæmt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.
Þróttarar jöfnuðu metin með marki sem kom uppúr hornspyrnu þegar klukkan sló 90 mínútur. Á vellinum var talað um að þetta væri tólfta markið sem ÍA fær á sig úr hornspyrnu í sumar.
Þróttarar jöfnuðu metin með marki sem kom uppúr hornspyrnu þegar klukkan sló 90 mínútur. Á vellinum var talað um að þetta væri tólfta markið sem ÍA fær á sig úr hornspyrnu í sumar.
,,Ég held að við séum einhvers staðar nálægt því, kannski ekki tólf en 7, 8, eða 9. Ég held að fókusinn sé ekki réttur. Við erum búnir að ræða þetta og fara fram og til baka í þessu. Við vorum í byrjun sumars í svæðisvörn í hornspyrnum og föstum leikatriðum á okkur. Við vorum að fá á okkur mörk þá þannig að við breyttum eftir 4-5 leiki og fórum að dekka maður á mann. Það virðist alveg það sama, við fáum á okkur mörk, við erum kannski of litlir."
Nánar er rætt við Þórð í sjónvarpinu að ofan þar sem hann ræðir frekar um leikinn, segir að Lárus Orri Sigurðsson komi líklega inn í liðið í næsta leik vegna leikbanna annarra leikmanna og að Stefán Þór Þórðarson spili líklega ekki meira með liðinu ásamt fleiru.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |