Ívar Björnsson leikmaður Fram skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Ívar var að vonum hæstánægður með sigurinn.
„Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum á síðustu mínútunum þannig að það er sætt að sigra á lokamínútunum,“ sagði Ívar eftir leikinn.
„Við erum orðnir vanir því að lenda undir og komast yfir aftur og hlutirnir hafa kannski ekki alveg verið að falla með okkur í ár eins og var í fyrra, en nú erum við farnir að sýna það að við berjumst til 95. mínútu ef þess þarf.“
„Þetta var 50/50 leikur en þetta féll okkar megin í dag og ég er ánægður með það.“
Viðtalið við Ívar má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |