
,,Það verður gaman að spila leik í undankeppninni aftur eftir alla þessa æfingaleiki og við hlökkum til," sagði Brede Hangeland varnarmaður Noregs um leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM en liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.
,,Ég tel að liðin séu mjög svipuð hvað varðar leikmenn og leikstíl og þetta ætti að vera áhugaverður leikur."
,,Íslendingar hafa góða leikmenn eru sterkir og vel skipulagðir. Við búumst við erfiðum leik."
John Carew, einn sterkasti leikmaður Norðmanna, verður ekki með í leiknum vegna meiðsla.
,,Það er synd að hann sé meiddur en það er eins og hjá Íslandi, við verðum með ellefu góða leikmenn á vellinum á föstudag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.