,,Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og bara flottur leikur hjá okkur," sagði Marteinn Briem leikmaður Víkings í samtali við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á ÍR.
Marteinn hefur farið hamförum síðari hluta mótsins og verið frábær.
Hann skoraði sigurmarkið í leiknum en Víkingur eru aftur komnir á toppinn.
,,Það eru tvö skref eftir, það er stutt eftir."
,,Þetta er búið að ganga vel síðustu daga og ég er ánægður með það.
Nánar er rætt við Martein í sjónvarpinu hér að ofan.