Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   þri 07. september 2010 10:20
Matthías Freyr Matthíasson
Sölvi Geir: Trúi því að við náum stigi úr leiknum
Matthias Freyr Matthiasson skrifar frá Danmörku
Sölvi í leiknum á móti Noregi
Sölvi í leiknum á móti Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður FCK í Kaupmannahöfn sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Parken í gær en tilefnið var leikur Danmerkur og Íslands sem fram fer á Parken í kvöld klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Parken er ekki bara þjóðarleikvangur dana heldur einnig leikur FCK heimaleiki sína á Parken. Sölvi var því spurður um það hvernig tilfinning það yrði að leiða liðið inn á þennan völl á morgun.

,,Hún verður ekkert mikið öðruvísi en að leiða það inn á Laugardalsvöll. Það er mikið stolt og mikill heiður að leiða landsliðið inn á völlinn og verður það í hverjum einasta leik. Það er engin önnur sérstök tilfinning sem kemur bara vegna þess að ég spila á þessum velli. Þetta er bara sama tilfinningin, ég er að fara að spila fótboltaleik"

Hvernig metur þú möguleikana gegn dönum?

,,Ég met þá fína ef við náum góðum leik eins og í fyrri hálfleiknum á móti Noregi. Þá tel ég möguleikana góða á að ná í stig. Við verðum að hafa trú á hlutunum og ég trúi því að við eigum að getað náð stigi út úr leiknum. Ég fer náttúrulega í alla leiki til að fá þrjú stig, síðan er bara að sjá hvernig það gengur fyrir sig."

Þetta og fleira til svaraði Sölvi á blaðamannafundinum og það má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner