Matthias Freyr Matthiasson skrifar frá Danmörku

Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður FCK í Kaupmannahöfn sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Parken í gær en tilefnið var leikur Danmerkur og Íslands sem fram fer á Parken í kvöld klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Parken er ekki bara þjóðarleikvangur dana heldur einnig leikur FCK heimaleiki sína á Parken. Sölvi var því spurður um það hvernig tilfinning það yrði að leiða liðið inn á þennan völl á morgun.
,,Hún verður ekkert mikið öðruvísi en að leiða það inn á Laugardalsvöll. Það er mikið stolt og mikill heiður að leiða landsliðið inn á völlinn og verður það í hverjum einasta leik. Það er engin önnur sérstök tilfinning sem kemur bara vegna þess að ég spila á þessum velli. Þetta er bara sama tilfinningin, ég er að fara að spila fótboltaleik"
Hvernig metur þú möguleikana gegn dönum?
,,Ég met þá fína ef við náum góðum leik eins og í fyrri hálfleiknum á móti Noregi. Þá tel ég möguleikana góða á að ná í stig. Við verðum að hafa trú á hlutunum og ég trúi því að við eigum að getað náð stigi út úr leiknum. Ég fer náttúrulega í alla leiki til að fá þrjú stig, síðan er bara að sjá hvernig það gengur fyrir sig."
Þetta og fleira til svaraði Sölvi á blaðamannafundinum og það má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.