„Þetta var jafn fyrri hálfleikur,“ sagði Pall Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á heimavelli. „Það var mikið um stöðubaráttu og slagsmál í boxinu báðu megin, þeir uppskáru mark og voru yfir þannig að auðvitað var ég fúll að hafa þetta ekki öfugt í hálfleik.“
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 ÍBV
„Seinni hálfleikur var svolítið kúnst að fara í gegnum fyrir okkur einum fleiri þar sem þeir spiluðu mjög þétta og agressíva vörn. Hrós til Þórsara að ná að marki og fá einn punkt.“
Hvað fannst þér um rauða spjaldið sem Dean Martin fékk? „Ef það er olnbogaskot, þá er það rautt?“
Styttist í að Chuck komi inn?
„Já, það styttist með hverjum deginum“
Nánar er rætt við Pál Viðar í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir























