Orri Sigurður Ómarsson lék virkilega vel í vinstri bakverðinum á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur vann sannfærandi sigur gegn FH.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 FH
„Mér fannst við miklu betri alls staðar. Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik en mér fannst engin hætta frá þeim. Mér fannst við leikglaðir, vorum rólegir og gerðum það sem við ætluðum að gera," segir Orri.
Hann telur að Valur hefði átt að skora mun fleiri mörk í þessum leik miðað við yfirburðina.
„Ef við hefðum verið á okkar degi þá hefði þetta farið svona 7-0. Þetta var bara geggjað."
Hvernig er hann að fíla sig í vinstri bakverðinum?
„Ég spilaði þetta í allan vetur og get alveg spilað þetta. Þetta er samt auðvitað ekki mín uppáhalds staða. Þegar liðið spilar svona og maður getur verið inná þá tekur maður öllu sem maður fær."
Athugasemdir