
Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings var hæstánægður eftir að liðið hans vann 3-2 gegn FH í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Víkingur R.
„Bara geggjuð tilfinning, fyrsti titillinn í meistaraflokki eftir bara geggjað sumar."
Ari kom til Víkinga fyrir sumarið og hefur spilað virkilega vel í sumar þrátt fyrir ungan aldur.
„Það er ekkert mál að spila með þessum gæjum, það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði sem kenna manni og geggjaðir þjálfarar, leiðbeina manni mikið og það er ekkert mál að koma inn í þetta lið."
Ari átti líkast til ekki að spila jafn mikið' og hann hefur í sumar en með góðri frammistöðu hefur hann eignað sér pláss í byrjunarliði Víkings.
„ Ég bjóst bara ekki við því að spila svona mikið og evrópuævintýrið og allt það, ég bjóst ekkert við því. En ég vissi að ef ég myndi standa mig myndi ég fá sénsinn."
Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik í deildinni og eina sem eftir er af tímabilinu er að reyna ná þeim.
„Auðvitað, það er að mínu mati alveg möguleiki, það er séns og við þurfum bara að vinna alla okkar leiki."
Sumir Víkings menn hafa talað um að Breiðablik á það til að hiksta þegar kemur að stóru stundunum er Ari sammála því?
„Nei ég ætla ekki að segja neitt um það en ég er HK-ingur og það væri súrt að sjá blikana vinna þetta þaning vonandi vinnum við tvöfalt líka."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.