Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 01. október 2022 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Ari Sigurpáls: Það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings var hæstánægður eftir að liðið hans vann 3-2 gegn FH í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Bara geggjuð tilfinning, fyrsti titillinn í meistaraflokki eftir bara geggjað sumar."

Ari kom til Víkinga fyrir sumarið og hefur spilað virkilega vel í sumar þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er ekkert mál að spila með þessum gæjum, það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði sem kenna manni og geggjaðir þjálfarar, leiðbeina manni mikið og það er ekkert mál að koma inn í þetta lið."

Ari átti líkast til ekki að spila jafn mikið' og hann hefur í sumar en með góðri frammistöðu hefur hann eignað sér pláss í byrjunarliði Víkings.

„ Ég bjóst bara ekki við því að spila svona mikið og evrópuævintýrið og allt það, ég bjóst ekkert við því. En ég vissi að ef ég myndi standa mig myndi ég fá sénsinn."

Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik í deildinni og eina sem eftir er af tímabilinu er að reyna ná þeim.

„Auðvitað, það er að mínu mati alveg möguleiki, það er séns og við þurfum bara að vinna alla okkar leiki."

Sumir Víkings menn hafa talað um að Breiðablik á það til að hiksta þegar kemur að stóru stundunum er Ari sammála því?

„Nei ég ætla ekki að segja neitt um það en ég er HK-ingur og það væri súrt að sjá blikana vinna þetta þaning vonandi vinnum við tvöfalt líka."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner