Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   lau 01. október 2022 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Ari Sigurpáls: Það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings var hæstánægður eftir að liðið hans vann 3-2 gegn FH í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Bara geggjuð tilfinning, fyrsti titillinn í meistaraflokki eftir bara geggjað sumar."

Ari kom til Víkinga fyrir sumarið og hefur spilað virkilega vel í sumar þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er ekkert mál að spila með þessum gæjum, það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði sem kenna manni og geggjaðir þjálfarar, leiðbeina manni mikið og það er ekkert mál að koma inn í þetta lið."

Ari átti líkast til ekki að spila jafn mikið' og hann hefur í sumar en með góðri frammistöðu hefur hann eignað sér pláss í byrjunarliði Víkings.

„ Ég bjóst bara ekki við því að spila svona mikið og evrópuævintýrið og allt það, ég bjóst ekkert við því. En ég vissi að ef ég myndi standa mig myndi ég fá sénsinn."

Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik í deildinni og eina sem eftir er af tímabilinu er að reyna ná þeim.

„Auðvitað, það er að mínu mati alveg möguleiki, það er séns og við þurfum bara að vinna alla okkar leiki."

Sumir Víkings menn hafa talað um að Breiðablik á það til að hiksta þegar kemur að stóru stundunum er Ari sammála því?

„Nei ég ætla ekki að segja neitt um það en ég er HK-ingur og það væri súrt að sjá blikana vinna þetta þaning vonandi vinnum við tvöfalt líka."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner