Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann átti þetta alls ekki skilið"
Messi með gullknöttinn.
Messi með gullknöttinn.
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi vann Ballon d'Or gullknöttinn - sem besti leikmaður í heimi á ári hverju fær - í sjöunda sinn síðasta mánudagskvöld.

Enginn hefur núna unnið verðlaunin oftar en Messi.

Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segir að Messi hafi ekki átt skilið að vinna verðlaunin í ár, alls ekki. Hann segir að Cristiano Ronaldo hafi verið betri á árinu.

„Hann átti þetta alls ekki skilið," sagði Kroos í hlaðvarpi sínu. „Karim (Benzema) var númer eitt þegar þú skoðar einstaklinga yfir síðasta árið. Cristiano (Ronaldo) hefur skorað mörg mikilvæg mörk upp á síðkastið. Manchester United er enn í Meistaradeildinni bara út af honum."

„Cristiano átti líka að vera fyrir ofan Messi," sagði Kroos jafnframt. Hann spilaði með Ronaldo hjá Real Madrid og er Benzema liðsfélagi hans núna.
Athugasemdir
banner
banner