Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 11:10
Elvar Geir Magnússon
Onana gæti verið bannað að spila fyrir Man Utd ef hann hafnar Kamerún
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Andre Onana gæti verið bannað að spila fyrir Manchester United ef hann hafnar því að spila fyrir Kamerún i Afríkukeppninni.

Búist er við því að markvörðurinn verði valinn í kamerúnska landsliðshópinn fyrir Afríkukeppnina sem fram fer 13. janúar til 11. febrúar á næsta ári.

Ef Kamerún á gott mót þá gæti Onana misst af sex leikjum með United í ensku úrvalsdeildinni og FA-bikarnum.

Onana er sagður hafa áhyggjur af því að missa stöðu sína í marki United til tyrkneska varamarkvarðarins Altay Bayindir þegar hann verður fjarverandi.

Onana átti skelfilegan leik í vikunni þegar United kastaði tvisvar frá sér vænlegri stöðu og gerði 3-3 jafntefli gegn Galatasaray í Meistaradeildinni. Hægt er að færa rök fyrir því að Onana hafi gert mistök í öllum þremur mörkum heimamanna.

Samkvæmt reglum FIFA gæti Onana verið bannað að spila fyrir United ef Kamerún velur hann í hóp sinn en hann ákveður að fara ekki í verkefnið. Kamerún þyrfti að gefa United og Onana leyfi til að hann gæti spilað ef hann hafnar því að fara á mótið eftir að hafa verið valinn í hópinn. Annars yrði hann í banni í leikjum United meðan Afríkukeppnin er í gangi.

Onana er aðalmarkvörður Kamerún en liðið er í C-riðli Afríkukeppninnar ásamt Senegal, Gíneu og Gambíu.

Onana lenti í útistöðum við þjálfarann Rigobert Song á HM í Katar og var sendur heim frá Katar. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann væri hættur með landsliðinu en eftir að hafa grafið stríðsöxina við Song var Onana aftur mættur í landsliðið í ágúst og hefur spilað þrjá landsleiki síðan.

Enskir sparkspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Onana gæti verið settur á bekkinn hjá United en hann hefur gert afdrifarík mistök í Meistaradeildinni. Bayindir bíður eftir sínu tækifæri og spurning hvort það muni koma á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner