Sevilla 3 - 2 Real Sociedad
1-0 Youssef En-Nesyri ('11 )
2-0 Youssef En-Nesyri ('13 )
2-1 Andre Silva ('45 , víti)
3-1 Sergio Ramos ('65 )
3-2 Brais Mendez ('90 )
Real Sociedad hefur verið í mikilli lægð að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.
Liðið taaði gegn Sevilla í dag sem fjarlægðist botnbaráttuna í leiðinni. Youssef En-Nesyri lagði grunninn að sigrinum með tveimur mörkum snemma í fyrri hálfleik.
Það var síðan reynsluboltinn Sergio Ramos sem innsiglaði sigur liðsins með marki í síðari hálfleik.
Sociedad er í 7. sæti tveimur stigum frá Betis og níu stigum á eftir Bilbao sem situr í 5. sæti. Sevilla er nú átta stigum frá fallsæti.
Athugasemdir