Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
   lau 02. apríl 2022 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Láki: Nokkuð spenntur að sjá stór atvik í þessum leik
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.
Mynd: Palli Jóh / thorsport
„Þetta var jafn leikur í 60 mínútur. Mér fannst við mjög flottir í fyrri hálfleik," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 3-0 tap gegn KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  3 KA

Staðan var markalaus lengi vel en KA náði svo að sigla sigrinum í höfn í seinni hálfleik.

„Mér fannst við ekki ná að svara því (fyrsta marki KA). Þetta var fínt. Við náðum að skapa okkur færi og fengum ekki mörg færi á okkur. Í heildina er ég sáttur við það. En það er aldrei gaman að tapa," sagði Láki.

Hvernig var að upplifa það að stýra Þór gegn erkifjendunum í KA?

„Það var bara frábært. Við erum búnir að spila við þá tvo æfingaleiki í vetur. Spennustigið hefur ekki verið alveg jafnhátt þar, en það voru rosalega flottir leikir með frábærum dómurum. Ég er nokkur spenntur að sjá stór atvik í þessum leik; víti sem mér fannst við eiga að fá og mark sem var kolólöglegt að mínu mati. Það verður gaman að skoða það, en KA átti þetta skilið."
Athugasemdir