„Þetta var jafn leikur í 60 mínútur. Mér fannst við mjög flottir í fyrri hálfleik," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 3-0 tap gegn KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 3 KA
Staðan var markalaus lengi vel en KA náði svo að sigla sigrinum í höfn í seinni hálfleik.
„Mér fannst við ekki ná að svara því (fyrsta marki KA). Þetta var fínt. Við náðum að skapa okkur færi og fengum ekki mörg færi á okkur. Í heildina er ég sáttur við það. En það er aldrei gaman að tapa," sagði Láki.
Hvernig var að upplifa það að stýra Þór gegn erkifjendunum í KA?
„Það var bara frábært. Við erum búnir að spila við þá tvo æfingaleiki í vetur. Spennustigið hefur ekki verið alveg jafnhátt þar, en það voru rosalega flottir leikir með frábærum dómurum. Ég er nokkur spenntur að sjá stór atvik í þessum leik; víti sem mér fannst við eiga að fá og mark sem var kolólöglegt að mínu mati. Það verður gaman að skoða það, en KA átti þetta skilið."
Athugasemdir