Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geta ekki látið einn tapleik skilgreina alla vinnuna, liðið og leikmennina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fer ekki vel af stað á Íslandsmótinu í fótbolta en liðið tapaði í kvöld fyrir KR, 0-2, á heimavelli.

Mikið hefur verið látið með Blika fyrir mót, það er að segja þeir eru taldir mjög líklegir til að berjast um þann stóra - Íslandsmeistaratitilinn - í sumar.

Óskar Hrafn var í viðtali við Fótbolta.net fyrr í kvöld og var þar var hann spurður að því hvort tapið í kvöld væri áhyggjuefni fyrir framhaldið.

„Nei, þetta er ekki áhyggjuefni. Við getum ekki látið einn tapleik skilgreina alla vinnuna sem við erum búnir að leggja í þetta í vetur, og skilgreina liðið, leikmennina og hvort liðið sé gott," sagði Óskar Hrafn.

„Það er aldrei gaman að tapa, það er aldrei gaman að byrja mót illa en við vitum að það býr miklu meira í þessu liði en það sýndi í dag."

Næsti leikur Blika er við nýliða Leiknis í Breiðholti.
Óskar Hrafn: Ég er svekktur út í sjálfan mig
Athugasemdir
banner
banner
banner