Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 02. maí 2023 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
„Við höfum ekki áhuga á að spila svoleiðis leik"
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er óþolandi að tapa. Það er tilfinning sem þú vilt aldrei venjast," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í annarri umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

FH eru nýliðar í deildinni en þær mættu af hugrekki í þennan leik; voru hátt með varnarlínuna og pressu Valsliðið.

„Ég er mjög sáttur við það hvernig við komum inn í leikinn. Það leikplan sem við vorum með var bara flott. Það er óþolandi að gefa andstæðingnum mark eins og við gerðum. Í stöðunni 0-0 var þetta stál í stál, frekar jafn leikur. Svo kemur kafli sem var ekki alveg nægilega góður og það var smá bras. Við löguðum það og seinni hálfleikurinn var flottur."

Hann segir það ólíkt FH-liðinu að ná ekki að skora, en þær fengu færi til þess í dag. Var aldrei pæling að pakka bara í vörn og leggja rútunni í þessum leik?

„Væri það ekki einfalda leiðin? Að gera það, leyfa þeim að vera með boltann og setja fimm eða sex í vörn, vinna boltann og negla fram. Það væri kannski einfalda leiðin en það er hundleiðinlegur fótbolti og við höfum ekki áhuga á að spila svoleiðis leik," sagði Guðni.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner